Stigagjöf ræktenda

Til að eiga kost á stigum, skal ræktandi vera félagsmaður íHRFÍ, búsetturmeð lögheimili á Íslandi og eiga FCI viðurkennt ræktunarnafn.

Á hverri sýningu eru eftirfarandi stig gefin:
1 stig fyrir hvert meistaraefni úr ræktun viðkomandi
2 stig fyrir ræktunarhóp úr viðkomandi ræktun með heiðursverðlaun

Ræktunarhópur úr ræktun viðkomandi sem nær sæti í BIS úrslitum dags:
1. sæti – 5 stig
2. sæti – 4 stig
3. sæti – 3 stig
4. sæti – 2 stig.