Næsta ganga verður laugardaginn 30. maí, kl. 14.00 í Laugardalnum. Gangan byrjar við TBR húsið (rétt hjá Glæsibæ) og verður gengið um Laugardalinn. Um er að ræða taumgöngu og munum eftir hundapokunum, góða skapinu og góða veðrinu.
Author Archives: Vefstjóri
Myndir úr göngunni við Hvaleyrarvatn
Gengið var hringinn í kringum Hvaleyrarvatn.
Sýningarþjálfun byrjar miðvikudaginn 27. maí
Sýningarþjálfun Terrierdeildar hefst miðvikudagskvöldið 27. maí kl. 20.00 í Reiðhöll Gusts í Kópavogi.
Þjálfarar verða Heidi Line Olsen og Þórarinn Pálsson.
Þjálfanir verða svo á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20.00
Myndir úr göngunni 16. maí 2009
Gengið var fyrir ofan Reynisvatn í blíðskaparveðri, sól og 19° hita.