Pökkunarnámskeið

Á döfinni hjá okkur er að halda pökkunarnámskeið. Hvernig á að pakka inn sýnikennsla og síðan pakkaru þínum eigin hundi með hjálp hundasnyrta. er þetta eitthvað sem að þér langar að læra? endilega sendu okkur email (guggz at simnet.is), takmarkaður fjöldi á námskeiðið.

Seinasti skráningadagur er 13.  maí. Til að skrá sig á námskeiðið sendið email með nafni og símanúmeri

kv Hundavinir HundaSnyrtistofa

Frestun um viku til laugardagsins 7. maí

Fresta verður aðalfundi um eina viku til laugardagsins 7. maí.  Húsið opnar klukkan 13.00, ef einhverjir vilja fara í göngu með hundana.   Fundarstörf hefjast klukkan 14.00.  Farið verður yfir starf Terrierdeildar o Fresta varð fundi vegna þess að stjórninni láðist að auglýsa á heimasíðu HRFÍ með viku fyrirvara, það var ekki nóg að auglýsa á heimasíðunni okkar. Félagsmenn hvattir til að mæta.

Sýningarþjálfun

Sameiginleg sýningarþjálfun Terrier-og fleiri deilda er næsta sunnudag  3. april kl 1600 til 1700.  Á sama stað og deildarsýningin okkar verður 16 og 17 april, í húsnæði Gæludýr.is Korputorgi.

Hvert skipti kostar 500 kr. Sýningarþjálfun verður einnig sunnudaginn 10 april á sama tíma. Terriereigendur eru hvattir til að mæta með sína hunda í þjálfun, jafnvel þótt þeir sýni ekki hundinn sinna á næstu sýningu þar sem þetta er mjög góð umhvervisþjálfun.

Tvöföld deildasýning 16. og 17. apríl 2011

Arne Foss frá Noregi og Henrik Johansson frá Svíþjóð.

Tvö meistarastig í boði ef sýnt er báða dagana.

50% afsláttur á sunnudag fyrir þá sem skrá báða dagana.

50% afsláttur fyrir þá sem skrá fleiri en tvo hunda í sinni eigu.

Skráning:
hefst 14. mars og lýkur á miðnætti þriðjudaginn 8. apríl 2011.
Skráning á skrifstofu HRFÍ í s. 588-5255 mánudaga og föstudaga kl. 9 — 13 og þriðju-, miðviku– og fimmtudaga kl. 11 – 15.
Einnig er hægt að skrá hunda á sýninguna á öðrum
tímum hjá fulltrúum deildanna:
S. 663-6342, Elísabet Kristjánsdóttir.
S. 898-7925, Ólöf Elíasdóttir.
S. 697-5589, Sigrún Anna Friðriksdóttir
S. 896-3306, Kristín Erla Karlsdóttir
Þeir sem kjósa, geta millifært skráningagjöld í heimabanka og fást allar nauðsynlegar upplýsingar hjá þeim sem nefndir eru hér að framan.
BOB og BOS fá sérhannaðar hátíðarrósettur!
Bestu ungliðar (9—18 mánaða) verða verðlaunaðir sérstaklega í keppni um BOB ungliða og BIS ungliða!
Sýningin verður í Gæludýr.is á Korputorgi.

Auglýsingin á pdf formi.