Febrúarsýning HRFÍ 23.-24. febrúar 2013

Hundaræktarfélag Íslands verður með alþjóðlega hundasýningu helgina 23.-24. febrúar 2013. Síðasti skráningardagur á sýninguna er 25. janúar í gegnum skrifstofu Hrfí.

Búið er að tilkynna hvaða dómarar dæma Terrier og er það Hanne Laine Jensen, Border terrier ræktandi frá Danmörku. (Birt með fyrirvara um breytingar.)

Hvetum við sem flesta til að skrá hundana sína á sýninguna og hafa gaman af.

Sýningarþjálfanir Unglingadeildar verða í Gæludýr.is, Korputorgi:
3. febrúar, kl. 14.00
10. febrúar kl. 14.00
17. febrúar kl. 14.00