Reykjavík Winner hundasýning HRFÍ, 25. – 26. maí 2013

Sumarsýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 25. – 26. maí 2013 í Reykjavík.

Þeir hundar sem verða besti hundur tegundar (BOB) eða annar besti hundur tegundar (BOS) í sinni tegund á þessari sýningu fá titilinn RW-13 skráð fyrir framan nafn hundsins í ættbók og geta jafnframt fengið viðurkenningaskjal þess efnis keypt eftir sýninguna.

Dómarar að þessu sinni eru:  Paul Jentgen (Lúxemborg), Lena Stålhandske (Svíþjóð), Jörgen Hindse (Danmörk), Bo Skalin (Svíþjóð), Per Kr. Andersen (Noregi) ofl.

Sýningarþjálfun Unglingadeildar fyrir maí sýningu HRFÍ verða í Klettagörðum 6.

  • 12. maí kl. 14-15
  • 19. maí kl. 14-15

Skiptið kostar 500 kr.