Terrierdeildin verður upp í Sólheimakoti sunnudaginn 13. nóvember og verður byrjað á göngu um kl. 14 og verða kaffiveitingar í boði deildarinnar í kjölfarið.
Allir velkomnir.
Terrierdeildin verður upp í Sólheimakoti sunnudaginn 13. nóvember og verður byrjað á göngu um kl. 14 og verða kaffiveitingar í boði deildarinnar í kjölfarið.
Allir velkomnir.
Terrierdeildin óskar eftir sjálfboðaliðum við að aðstoða við að setja upp og taka niður sýninguna í nóvember, uppsetning verður 17. nóv og tekið saman 20. nóv. Áhugasamir hafi samband við Ingu Fanney, ife@internet.is / 695-7781.
Árshátíð Terrierdeildar verður haldin að Víkurhvarfi 2, Kópavogi kl. 13.00 laugardaginn 3. des, í húsnæði “Hundaskólans okkar”. Þar verða uppsett leiktæki fyrir hundana
(semsagt þetta er hátíð með hunda).
Stigahæsti Terrierdeildar heiðraður. Veitingar í boði Terriedeildar.
Laugavegsganga HRFÍ verður haldin laugardaginn 22. október næstkomandi. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13.00, gengið niður Laugaveginn og endað í Hljómskálagarðinum þar sem Vinnuhundadeild og Íþróttadeild HRFÍ standa fyrir skemmtiatriðum. Skólahljómsveit Kópavogs slær taktinn og leiðir gönguna.
Hundeigendur – sameinumst og kynnum ábyrgt og gott hundahald!
Helgina 17-18. september verða dýradagar í Garðheimum þar sem fjölmargar tegundir smáhunda verða kynntar. Kynningin stendur frá 12-17 báða dagana.
Þeir terriereigendur sem vilja koma með hundana sína og kynna sína tegund skulu endilega hafa samband við Ingu Fanney, ife@internet.is til að fá nánari upplýsingar.
Jæja þá ætlu ALLIR Terrier hundar að fara í göngu saman :0) Við ætlum að hittast sunnudaginn 11. sept Kl.13.00 hjá Geldinganesi í Grafarvogi
Sjá kort-> http://ja.is/kort/#q=grafarvogur%2C%20geldinganes&x=364083&y=409896&z=6
Úrslit í Terrier, tegundahópi 3:
1. sæti
Conor’s Jari of Svartwald IS15889/11
Irish soft coated wheaten terrier
Eigandi: María Björg Tamimi
Ræktandi: Agneta Lindström & Julia Ehlert
2. sæti
Sólskinsgeisla Keisara Kyndill IS12597/08
Border terrier
Eigandi: Guðrún Hjartardóttir
Ræktandi: Guðrún Hafberg
3. sæti
ISCh Forevercairn Leiftur IS13106/09
Cairn terrier
Eigandi: Signý Ólafsdóttir
Ræktandi: Kristín Sveinsdóttir
4. sæti
ISCh Paradise Passion Þula IS11871/08
Silky terrier
Eigandi: Rhonica Reynisson
Ræktandi: Elísabet Kristjánsdóttir
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ fer fram í Víðidal í Reykjavík 27-28. ágúst 2011.
Terrier verður sýndur í hring 2 og 5, laugardaginn 27. ágúst:
Dómari: Per Ivarsen frá Noregi,
Silky terrier í hring 2, kl. 13:32
Dómari: Monique Van Brempt frá Belgíu,
Border terrier í hring 5, kl. 9:00
Irish Soft Coated W. terrier í hring 5, kl. 9:16
Cairn terrier í hring 5, kl. 9:20
Fyrirhugað er að vera með kynningarbás á ágústsýningunni, þeir terriereigendur sem hafa áhuga á að mæta með hundana sína og kynna sína tegund vinsamlega hafið samband við Ingu Fanney, s. 695-7781
Sunnudaginn 21. ágúst stendur PMFdeild fyrir skemmtun fyrir yngsta hundaáhugafólkið úr öllum deildum. Skemmtunin fer fram í húsnæði Gæludýr.is á Korputorgi og hefst kl. 14:00.