Kæru viðtakendur.
Mig langar hér með, að gefnu tilefni, að minna ykkur á fyrirlestur Turid Rugaas nk. sunnudag, 20.maí
Mér til ánægju er sífellt verið að minna mig á og staðfesta það sem ég taldi mig vita, að fyrirlestrar Turid séu afskaplega uppbyggilegir, lærdómsríkir, hún sé skemmtilegur fyrirlesari og eigi auðvelt með að koma þekkingu sinni til skila á áhugaverðan hátt.
Ef einhver ykkar hafa áhuga á að ræða við Turid um að hún komi fljótlega aftur og haldi hér námskeið, setjið ykkur strax í beint samband við hana í netf.: turidrug@frisurf.no
Upphaflega ástæðan fyrir komu hennar núna er sú að einhverjir höfðu samband við hana með ósk um að hún héldi hér námskeið og það vill hún ræða beint við áhugasama.
Og mig langar að biðja ykkur að segja sem flestum frá þessu tækifæri á að fræðast um samskipti okkar við hunda.
Að lokum eru hér aftur upplýsingar um fyrirlesturinn:
Dagur: sunnud. 20.maí
Efni: „Understanding your dog“ kl. 13 – 16
„A healthy life for your dog“ kl. 17 – 20
Staður: Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði 8 (við hlið Kaffivagnsins) – salur Hornsílið.
Tími: kl. 13 – 20 (með hléi frá kl. 16 – 17)
Gjald: kr. 9000,-
Bókun og uppl.: netf.: turid.island@gmail.com eða síma: 899 5890
Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á hundum og velferð þeirra.
Vinsamlega bókið fyrirfram.
Með kveðju
Halldóra Kristjánsdóttir