Leikjanámskeið

Hundaskólinn okkar og Terrierdeild HRFí ætla að bjóða upp á leikjanámskeið sem verður í þrjú skipti laugardaginn 16. júlí, kl 19.00, þriðjudaginn 19, kl 19.00 og svo fimmtudaginn 21, kl 19.00. Námskeiðið verður haldið í Mosfellsbæ og endar á grilli í boði Terrierdeildar. Þessi 3 skipti kosta 5.000.-kr. með 2 leiðbeinendum, Guðrúnu og Báru. Eflir félagsfærni hundanna okkar og er mjög skemmtilegt.

Ekki láta þetta tækifæri fram hjá ykkur fara, skráning á terrierdeild@gmail.com

Úrslit hundasýningar 4-5. júní 2011

Terrierúrslit á hundasýningu Hrfí 4-5. júní 2011 voru eftirfarandi:

1. Sæti – Silky terrier
ISCh Paradise Passion Greatest Annabell IS11249/07
Eigandi: Elísabet Kristjánsdóttir & Jónína Guðný Elísabetardóttir / Ræktandi: Elísabet Kristjánsdóttir

2. sæti – Border terrier
Hekla IS14672/10
Eigandi: Hlín Júlíusdóttir / Ræktandi: Sigríður Eiríksdóttir

3. sæti – Yorkshire terrier
Swedetop’s Hot Girl IS12905/09
Eigandi: Elísabet Kristjánsdóttir & Jónína Guðný Elísabetardóttir / Ræktandi: Kristín Erla Karlsdóttir

Dómari var Svend Lövenkjær frá Svíþjóð.

Besti hvolpur sýningar sun. 6-9 mán 1. sæti
Stjarna IS15482/11
Silky terrier
Eigandi: Indíana Ósk Róbertsdóttir
Ræktandi: Magnús Ingi Sigmundsson

Besti ræktunarhópur sýningar sun. 3. sæti
Silky terrier
Paradise passion- ræktun
Ræktandi: Elísabet Kristjánsdóttir / Jónína Guðný Elísabetardóttir

 

Hundasýning HRFÍ 4.-5. júní 2011

Hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 4. – 5. júní 2011 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.

Þrjár tegundir úr Terrierdeildinni verða sýndar að þessu sinni.

Sunnudaginn 5. júní, hringur 1:
Silky terrier, kl. 11.52,
Border terrier, kl. 12.24 og
West Highland White terrier kl. 12.36.

Dómari er Svend Lövenkjær frá Svíþjóð.

Hvetjum við alla að kíkja við og kynna sér þessar skemmtilegu tegundir.