Fyrirlestur Turid Rugaas nk. sunnudag, 20.maí

Kæru viðtakendur.

Mig langar hér með, að gefnu tilefni, að minna ykkur á fyrirlestur Turid Rugaas nk. sunnudag, 20.maí

Mér til ánægju er sífellt verið að minna mig á og staðfesta það sem ég taldi mig vita, að fyrirlestrar Turid séu afskaplega uppbyggilegir, lærdómsríkir, hún sé skemmtilegur fyrirlesari og eigi auðvelt með að koma þekkingu sinni til skila á áhugaverðan hátt.

Ef einhver ykkar hafa áhuga á að ræða við Turid um að hún komi fljótlega aftur og haldi hér námskeið, setjið ykkur strax í beint samband við hana í netf.: turidrug@frisurf.no
Upphaflega ástæðan fyrir komu hennar núna er sú að einhverjir höfðu samband við hana með ósk um að hún héldi hér námskeið og það vill hún ræða beint við áhugasama.

Og mig langar að biðja ykkur að segja sem flestum frá þessu tækifæri á að fræðast um samskipti okkar við hunda.

Að lokum eru hér aftur upplýsingar um fyrirlesturinn:

Dagur: sunnud. 20.maí
Efni: „Understanding your dog“ kl. 13 – 16
„A healthy life for your dog“ kl. 17 – 20
Staður: Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði 8 (við hlið Kaffivagnsins) – salur Hornsílið.
Tími: kl. 13 – 20 (með hléi frá kl. 16 – 17)
Gjald: kr. 9000,-
Bókun og uppl.: netf.: turid.island@gmail.com eða síma: 899 5890
Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á hundum og velferð þeirra.
Vinsamlega bókið fyrirfram.

Með kveðju
Halldóra Kristjánsdóttir

Úrslit vorsýningar HRFÍ 2012

Að þessu sinni lenti Terrier í öðru sæti í vali á besta hundi sýningar en það var Conor’s Jari of Svartwald sem er Irish soft coated wheaten terrier. Óskum við eigendum og ræktendum til hamingju með þennan frábæra árangur.

Úrslit í tegundahópi 3 voru eftirfarandi:

1. sæti
Conor’s Jari of Svartwald IS15889/11
Irish soft coated wheaten terrier
Eigandi: Þórstína Björg Þorsteinsdóttir
Ræktandi: Agneta Lindström & Julia Ehlert

2. sæti
ISCh Rosetopps Greta Garbo IS12321/08
Yorkshire terrier
Eigandi: Klara Guðrún Hafsteinsdóttir
Ræktandi: Klara Guðrún Hafsteinsdóttir

3. sæti
Sturlunga Steinvör hofgyðja IS09136/05
Border terrier
Eigandi: Þórhildur Bjartmarz
Ræktandi: Þórhildur Bjartmarz

4. sæti
Forevercairn Perla IS14639/10
Cairn terrier
Eigandi: Ólöf Erna Arnardóttir
Ræktandi: Kristín Sveinsdóttir

 

Nýtt sýningasvæði í febrúar

ATH. Nýtt sýningasvæði í febrúar, Klettagörðum 6, 104 Reykjavík

Athugið að alþjóðlega hundasýning Hundaræktarfélags Íslands 25.-26. febrúar verður haldin í nýju húsnæði að Klettagörðum 6, 104 Reykjavík.

Nýja sýningsvæðið er allt opið og býður upp á að sölu- og kynningabásar verða inni á sjálfu sýningasvæðinu, sýnendur geta verið með búr, snyrtiborð, stóla ofl. við sýningahringi og áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla og sitja við sýningahringi. Næg bílastæði eru á svæðinu.

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ fer fram helgina 25. – 26. febrúar 2012.

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 25. – 26. febrúar 2012 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík.

Skráningafresti lýkur sunnudaginn 29. janúar 2011.

Dómarar að þessu sinni eru: Marja Talvitie (Finnland), C.E. Cartledge (Bretland), Rafael Malo Alcrudo (Spánn), Tino Pehar (Króatía), Lisbeth Mach (Sviss) og Zorica Salijevik (Svíþjóð).

Sjá nánar á vef HRFÍ.

 

Nú styttist í árshátíð Terrierdeildar

Árshátíð Terrierdeildar verður haldin að Víkurhvarfi 2, Kópavogi kl. 13.00 laugardaginn 3. des, í húsnæði “Hundaskólans okkar”.  Þar verða uppsett leiktæki fyrir hundana (semsagt þetta er hátíð með hunda).  Stigahæsti Terrierdeildar heiðraður. Veitingar í boði Terriedeildar.

Við viljum jafnframt minna á uppskeruhátíð og aðventukvöld HRFÍ sem verður haldin að kvöldi 3. des.